SUÐURLAND | SOUTH COAST | 3 DAY TRIP


Á Suðurlandi er mikill jarðhiti og einkennandi eru t.d. gróðurhús og sundlaugar. Suðurland býr yfir allri laugaflórunni; náttúrulaugum, gömlum sögulegum laugum, skólalaugum, frístundalaugum og nautnabaðstöðum. Við fórum í bústað í Grímsnesinu og skoðuðum nokkrar ólíkar laugar á svæðinu. Við hófum ferðina á rennibrautarbunu á Borg og enduðum í Seljavallalaug undir Eyjafjöllum. Vert er að minna ferðalanga á að umhverfið við Seljavallalaug er viðkvæmt og ber að ganga þar um með virðingu fyrir náttúru og mannvirkjum.
In the South Coast there is a lot of geothermal heat and therefore many greenhouses and swimming pools. The South Coast has the entire flora; natural pools, old historical pools, school pools and spa pools to enjoy and relax. We went to a house in Grímsnes and looked at some different pools in the area. We started the trip on a water slide run in Borg and ended up in Seljavallalaug under Eyjafjöllum. It is worth reminding travelers that the environment by Seljavallalaug is fragile and should be treated with respect for nature and structures.



                         


A. Sundlaugin Borg 


Sundlaugin Borg er skemmtileg laug staðsett
í Grímsnesinu, vinsæl meðal sumarbústaðagesta í nágrenninu jafnt sem heimamanna. Laugin er hluti af íþróttamiðstöðinni á staðnum og þegar gengið er inn ganginn að kvennaklefanum má heyra drippl í bolta eða fólk að leik, sem setur ákveðna stemmningu. Aðstaðan við laugina er góð, bjartir og hreinir klefar og góðar sturtur, enda sundlaugin nokkuð nýleg en hún var opnuð árið 2007. Það sem fangar fyrst augað við þessa sundlaug er glæsileg rennibrautin sem er há og bein og endar svo dálítið eins og ílangt baðkar. Ein buna hressir mann vel við og svo má fara í pottinn á eftir, eða jafnvel gufubaðið. Við laugina er líka góð vaðlaug fyrir börnin með nóg af „sandkassadóti“ svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Borg swimming pool is a fun pool located in Grímsnes, popular with guests in the area as well as locals. The pool is part of the sports center and when you enter the corridor to the women's room you can hear the sound of baketballs and people playing, which sets a certain mood. The facilities by the pool are good, bright and clean cabins and good showers, the swimming pool is quite new but it was opened in 2007. What first catches the eye of this pool is the magnificent slide which is high and straight and ends a bit like an elongated bathtub. One bath refreshes you well and you can go to the hot tub afterwards, or even the sauna. There is also a good kids pool for the children with plenty of toys so everyone can find something to their liking.





B.Fontana

Fontana á Laugarvatni eru svokölluð náttúruböð, en einnig mætti kalla þau nautnaböð þó þau séu tengd náttúrunni á fallegan hátt. Á Laugarvatni er mikill jarðhiti og þar var byggð innilaug við gamla Héraðsskólann á þriðja áratug síðustu aldar, en hún hefur nú verið rifin. Gamallar nýtingar jarðhitans gætir í Fontana þar sem gufubaðið er reist yfir gufuhvernum gamla, sem heimamenn og gestir hafa nýtt sér síðan 1929 a.m.k. Gufubaðið hefur rimlagólf sem hleypir gufunni inn, svo gestir geta heyrt í seytlandi hvernum og fundið gufuilminn. Til viðbótar við gufuböðin er einnig hægt að baða sig í þrískiptri baðlaug sem kallast Sæla, fara í heita pottinn Visku, laugina Laugu, í sánubaðið Yl eða dýfa sér í Laugarvatnið sjálft útfrá fallegri bryggju sem stendur við Fontana. Umhverfið á Laugarvatni og við Fontana er heillandi og vel hægt að mæla með að slaka þar á og njóta jarðhitans.

The fountains at Laugarvatn are so-called natural baths, but they could also be called pleasure baths even though they are connected to nature in a beautiful way. At Laugarvatn there is a lot of geothermal heat and an indoor pool was built there by the old school in the thirties of the last century, but it has now been demolished. Old utilization of geothermal energy can be seen in Fontana, where the sauna is built over the old steam hot springs, which locals and visitors have used since 1929. The sauna has a slatted floor that lets in the steam, so guests can hear the seeping hot springs and smell the steam. In addition to the saunas, you can also bathe in a three-part bath called Sæla, go to the hot tub Visku, the pool Lauga, the sauna Yl or dip in Laugarvatn itself from the beautiful pier by Fontana. The environment at Laugarvatn and by Fontana is fascinating and it is highly recommended to relax there and enjoy the geothermal heat.





C.Sundlaugin Reykholt

Í Reykholti í Bláskógabyggð er að finna mikinn jarðhita, líkt og nafnið gefur til kynna. Á staðnum er stunduð mikil ylrækt í gróðurhúsum, m.a. má finna þar eitt þekktasta tómatabýli landsins. Í Reykholti er einnig að finna huggulega sundlaug, sem hefur uppá að bjóða rennibraut, tvo potta, kaldan pott og laug. Laugin var reist á miðjum áttunda áratugnum og hefur verið notuð síðan, m.a. til að kenna börnum sveitarinnar sund. Í Reykholti „syðra“ er engin Snorralaug, en í staðinn hefur heiti potturinn fengið nafnið Aragjá eftir Ara fróða, og þar er gott að láta líða úr sér hvort sem er á á veturna eða sumrin. Við Reykholtslaug er einnig íþróttahús og líkamsrækt, og eftirtekt vakti að klefarnir voru sérstaklega fínir og snyrtilegir og virðast hafa verið nýlega teknir í gegn.
In Reykholt in Bláskógabyggð you can find a lot of geothermal energy, as the name implies. Extensive horticulture is practiced on site in greenhouses, e.g. can be found there one of the most famous tomato farms in the country. In Reykholt you will also find a cozy swimming pool, which offers a water slide, two hot tubs, a cold tub and a pool. The pool was built in the mid-seventies and has been used ever since, e.g. to teach children of the village swimming. In the south Reykholt there is no Snorralaug, but instead the hot tub has been named Aragjá by Ara the Wise, and it is good place to relax whether it is in the winter or the summer. At Reykholtslaug there is also a sports hall and gym, and it was interesting to note that the cabins were particularly nice and tidy and seem to have been recently renovated.




D. Gamla Laugin

Á Flúðum leynist falin perla, gamla laugin við Hverahólma sem oftast er kölluð The Secret Lagoon. Laugin er elsta laug sem er í notkun á Íslandi í dag, þó hún hafi legið í dvala í nokkra áratugi. Laugin var hlaðin árið 1891 og þar var kennt sund á árunum 1909-1947. Þá var ný laug tekin í notkun á Flúðum til sundkennslu og gamla laugin drabbaðist niður. Í upphafi 21. aldar var ákveðið að endurvekja laugina og stóð vinna við hana í nokkur ár, þar til hún var opnuð almenningi árið 2014. Náttúrutengingin í gömlu lauginni er sterk og segja má að einfaldleikinn í útliti laugarinnar og laugarhússins gefi hverunum sjálfum meira vægi, en þeir eru bókstaflega kraumandi við bakka laugarinnar. Hægt er að ganga um hverasvæðið við laugina á öruggum stíg og hlusta, þefa og horfa á heitt vatnið og hveragróðurinn. Laugin sjálf er vel heit og nokkuð stór, svo þar er gott að líða um á lauganúðlum sem í boði eru fyrir gesti, og jafnvel panta sér einn drykk ofaní laugina. Gamla laugin er frábær laug fyrir þau sem finnst gott að slaka á í heitu vatninu og saga laugarinnar gefur henni jafnframt aukið gildi.
At Flúðir there is a hidden gem, the old pool at Hverahólmur which is usually called The Secret Lagoon. The pool is the oldest pool in use in Iceland today, although it has been dormant for several decades. The pool was built in 1891 and swimming was taught there in the years 1909-1947. A new pool was taken into use in Flúðir for swimming lessons and the old pool collapsed. At the beginning of the 21st century, it was decided to revive the pool and work on it lasted for several years, until it was opened to the public in 2014. The natural connection in the old pool is strong and it can be said that the simplicity of the appearance of the pool and the pool house gives the hot springs more weight, but they are literally simmering on the edge of the pool. You can walk around the hot spring area by the pool on a safe path and listen, smell and watch the hot water and hot spring vegetation. The pool itself is very hot and quite large, so it is good to pass by the pool noodles that are available for guests, and even order one drink on top of the pool. The old pool is a great pool for those who like to relax in the hot water and the history of the pool also gives it added value.



E. Seljavallalaug

Seljavallalaug er mögulega mest ljósmyndaða laug landsins, hún hefur verið notuð í kynningarefni fyrir landið og eru það bæði innlendir sem erlendir ferðamenn sem þangað sækja í ævintýraleit og smella af sjálfu í leiðinni.  Margt er heillandi við Seljavallalaug og sveipar hana dulúð, s.s. útlit hennar, staðsetning inni í Laugarárgilinu, náttúran allt í kring og ekki síst friðurinn og frelsið sem felst í því að komast í sund án sundlaugavarða. Engin gæsla er við laugina og þar af leiðandi eru reglurnar aðrar en í flestum laugum, t.d. varðandi sundfatnað, þó góð umgengi sé alltaf sjálfsögð kurteisi. Seljavallalaug er fallega tengd náttúrunni með þremur steyptum hliðum upp að klettaveggnum sem myndar aðra langhliðina og niður hann seytlar heitt vatn í laugina. Saga laugarinnar er einnig merkileg, en hún var byggð í kjölfar sundvakningarinnar sem varð í upphafi 20. aldar á Íslandi og miðaði að því að kenna þjóðinni að synda, ekki síst sjómönnum og þeim sem lifðu og störfuðu við sjóinn. Seljavallalaug var hlaðin og síðar steypt á þriðja áratug 20. aldar og var það Ungmennafélagið Eyfellingur sem átti og rak laugina og stóð þar fyrir sundkennslu allt fram yfir 1960. Laugin er í eigu ungmennafélagsins, en heimilt er að fara ofan í hana á eigin ábyrgð, þó góð umgengni sé skilyrði auk þess sem sjálfsagt er að greiða fyrir heimsóknina í lítinn bauk sem er við laugarhúsið. Seljavallalaug er einstakur staður í fallegri náttúru, sem umgangast þarf með virðingu og í vinsemd.

Seljavallalaug is possibly the most photographed pool in the country, it has been used as promotional material for the country and it is both domestic and foreign tourists who go there in search of adventure and click by themselves along the way. Many things are fascinating about Seljavallalaug and it is shrouded in mystery, its appearance, location inside Laugarárgil, nature all around and not least the peace and freedom that comes with swimming without a pool guard. There is no security at the pool and as a result the rules are different than in most pools, for example regarding swimwear, although good manners are of course always polite. Seljavallalaug is beautifully connected to nature with three concrete sides up to the rock wall that forms one long side and down he seeps hot water into the pool. The history of the pool is also remarkable, as it was built in the wake of the swimming revival that took place in the beginning of the 20th century in Iceland and aimed to teach the nation to swim, not least fishermen and those who lived and worked by the sea. Seljavallalaug was built and later cast in the thirties of the 20th century and it was Ungmennafélagið Eyfellingur who owned and operated the pool and was responsible for swimming lessons until 1960. The pool is owned by the youth club, but it is allowed to go into it at your own risk, although good company is a condition and it is of course possible to pay for the visit in a small jar by the pool house. Seljavallalaug is a unique place in beautiful nature, which must be treated with respect and kindness.










VERKEFNIÐ ER STYRKT AF RANNÍS OG UNNIÐ
Í SAMSTARFI VIÐ HÖNNUNARSAFN ÍSLANDS