VESTFIRÐIR | WESTERN FJORDS | 6 DAY TRIP



Sundlaugar er víða að finna á Vestfjörðum bæði í byggð, við gamla héraðsskóla eða yfirgefnar einar úti í náttúrunni. Þær eru eins mismunandi og þær eru margar og því fannst okkur spennandi að taka hring um svæðið til þess að fanga þennan fjölbreytileika. Það var ekki einungis fegurð lauganna sem heillaði okkur heldur er mikil og skemmtileg saga um sundmenningu okkar íslendinga á bakvið margar þeirra. Við mælum með að fara þessa ferð á 6 dögum fyrir bestu upplifunina.
Swimming pools can be found in many places in the Westfjords, both in settlements, by old district schools or abandoned alone in nature. They are as different as they are many, so we decided to take a trip around the area to see this diversity. It was not only the beauty of the pools that fascinated us, but there is also a great and fun story about our Icelandic swimming culture behind many of them. We recommend taking this trip in 6 days for the best experience. 





A. SUNDLAUGIN Á HÓLMAVÍK

Á Hólmavík er mjög góð sundlaug sem er opin allt árið um kring og hefur laugin allt það helsta sem maður sækist eftir í sundlaug. Það var gott að byrja ferðina á einni góðri laug með góðum sturtum eftir keyrsluna frá höfuðborginni. Í lauginni er 25 metra sundlaug, tveir heitir pottar, buslulaug og gufubað. Laugin er mjög nýleg en hún opnaði árið 2004 en þar á undan fór fólk í sundlaugina á Laugarhóli til þess að fara í sund og var því tilvalið að kíkja næst þangað.
Hólmavík has a very good swimming pool that is open all year round and the pool has all the main things you could want in a swimming pool. It was good to start the trip a nice pool with good showers after the drive from Reykjavík. The pool has a 25 meter swimming pool, two hot tubs, a kids pool and a sauna. The pool is very recent but it opened in 2004 but before that people went to the pool at Laugarhóll to go swimming and it was therefore ideal to make that our next location.






B. SUNDLAUGIN LAUGARHÓLI
Sundlaugin við Laugarhól var afar sjarmerandi. Á svæðinu er ekkert kalt vatn heldur einungis heitt. Vatnið er 42 gráður og þarf því að kæla það örlítið niður svo hægt sé að baða sig í því Laugin stendur við hlið Hótel Laugarhóls og var byggð á árunum 1943-1947. Áður var þessi staður heimavistaskóli fyrir börn og þurfti því laug fyrir nemendur til þess að æfa sund. Framkvæmdin var að mestu unnin í sjálfboðavinnu en engar vélar komumst um fjörðin og var þetta því mikið þrekvirki. Við hittum þarna mjög almennilega konu sem sjálf hafði verið í þessum heimavistaskóla til 12 ára aldurs. Klefarnir eru góðir en skammt fyrir ofan sundskýlið er Gvendarlaug hin forna sem er náttúrulega heit uppspretta sem var blessuð af Guðmundi góða fyrrum hólabiskupi í byrjun 13. aldar. Þessi heita uppspretta var endurhlaðin á níunda áratug síðustu aldar og er nú friðlýst og fer maður því ekki ofan í þessa laug en vatnið þaðan blandast samt sem áður við vatnið í sundlauginni og heitu pottunum svo maður missir ekki af tækifærinu á því að baða sig í blessuðu vatni. Vatnið á að hafa lækningarmátt og er sérlega heppilegt gegn augnsjúkdómum. Þegar við vorum á svæðinu var veðrið gott og lítið um gesti og var upplifunin því dásamleg. Vatnið í lauginni var mjög passlega heitt og hefði maður geta legið þarna í mjög langan tíma. Vatnið í pottunum við hlið laugarinnar var hins vegar heitara. Laugin er opin allt árið og kostaði einungis 600 krónur að fara í hana.  
The swimming pool at Laugarhóll was very charming. There is no cold water in the area, only hot. The water is 42 degrees and needs to be cooled down a bit so you can bathe in it. The pool stands next to Hotel Laugarhóll and was built in the years 1943-1947. Previously, this place was a boarding school for children and therefore needed a pool for students to practice swimming. The construction was mostly done on a voluntary basis, but no machines could get around the fjord so the construction was very hard. At Laugarhól we met a very nice woman who had been in this boarding school until she was 12 years old. The changing rooms are good, and just above the swimming pool is the ancient Gvendarlaug, which is a natural hot spring that was blessed by Guðmundur the good, former bishop of Hólar in the early 13th century. This hot spring was reloaded in the eighties of the last century and is now protected so you do not go into this pool. The water from there still mixes with the water in the pool and hot tubs so you do not miss the opportunity to bathe in a holy water . The water should have healing properties and is especially suitable for eye diseases. When we were in the area the weather was good and there were few visitors and the experience was wonderful. The water in the pool was very warm and you could have been there for a very long time. However, the water in the hot tubs next to the pool was hotter. The pool is open all year round and cost only 600 ISK.





C. POTTARNIR Á DRANGSNESI
Næst var förinni heitið á Drangsnes en í fjörunni þar eru þrír heitir pottar með útsýni yfir sjóinn. Þetta er mjög sjarmerandi og skemmtilega öðruvísi. Þú ferð í pottana á eigin ábyrð og það kostar ekki krónu. Hinum megin við veginn eru klefar þar sem þú getur skipt um föt og síðan stokkið í pottana og horft yfir sjóinn, bryggjuna og Grímsey. Þetta eru þrír frekar venjulegir heitir pottar og því klárlega hægt að eiga skemmtilegar potta samræður við fólk sem maður hefur eflaust ekki áður hitt.
Next location was Drangsnes, but on the shore there are three hot tubs with a view over the sea. This is very charming and pleasantly different place. You go to the tubs at your own risk and it does not cost a penny. Across the road are changing rooms where you can change clothes and then jump into the pots and look out over the sea. These are three fairly common hot tubs so you can clearly have fun conversations with people you have never met before.





D. REYKJANES
Við gamla Héraðsskólann í Reykjanesi er 50 metra löng sundlaug, sem áður var skólasundlaug. Í dag er þarna rekið hótel. Vatnið er heitt og er tekið fram að það geti orðið of heitt í sumum tilfellum og þarf maður því að hafa varan á. Vatnið er það heitt að segja má að þessi laug sé stærsti heiti pottur landsins.
 
At the old school in Reykjanes is a 50 meter long swimming pool, which used to be a school swimming pool. Today there is a hotel. The water is hot and can somtimes get too hot so you need to be careful. The water is so hot that you can say this pool is the biggest hot tub in the country.





E. HEYDALUR
Við gátum ekki farið á Vestfirði án þess að kíkja við á sveitahótelið í Heydal. Í gróðurhúsinu þar á bæ er lítil sundlaug og heitur pottur en þetta gróðurhús var áður fjárhúsið þar á bæ. Holan sem sundlaugin er ofan í var því þegar til staðar og þar sem heitt vatn var á svæðinu þá fengu eigendurnir þá hugmynd að fylla holuna af vatni og þar með útbúa þessa einstöku sundlaug. Þetta gerðu þau í kringum árið 2007 en þau tóku við sveitabænum árið 2003. Okkur finnst þetta afar sniðug nýting á rýminu og skemmtilegt hvernig tilgangur þessarar holu getur breyst frá því að geyma skít og drullu yfir í það að verða staður þar sem fólk baðar sig í. Allir í Heydal tóku vel á móti okkur bæði menn og dýr en inní gróðurhúsinu var lítil sæt kisa sem veitti okkur félagsskap allan tíman.
We could not go to the Westfjords without checking out the country hotel in Heydalur. The greenhouse on the farm has a small swimming pool and a hot tub, but this greenhouse used to be the sheepfold. The owners got the idea to fill alredy there hole in the house with water and thus a swimming pool was established. This was around 2007 but they took over the farm in 2003. We thought it was a very good and clever use of the space and fun how the purpose of this hole can change from storing dirt and grime to becoming a place where people bathe. Everyone in Heydal welcomed us, both humans and animals, but inside the greenhouse was a cute little pussy that kept us company all the time.






F. SUNDLAUGIN BOLUNGARVÍK
Sundlaug í Bolungarvík var fyrst byggð af Ungmennafélagi Bolungarvíkur árið 1932 og var þá fyrsta kolakynta sundlaug landsins. Sú sundlaug var hætt í notkun árið 1969 og því augljós vöntun á nýrri laug bæði fyrir nemendur en einnig sjómenn. Nemendur þurftu á þessum árum að keyra yfir til Ísafjarðar til þess að fara í skólasund sem var bæði dýrt og hættulegt. Ný og betri laug var tekin í notkun árið 1977 og var hún teiknuð af  Jes Einari Þorsteinssyni. Síðan þá hefur mikið verið byggt við laugina sem er kölluð Musteri vatns og vellíðunar. Nafnið er viðeigandi og er gott að koma þarna við eftir nokkrar heimsóknir í sveitasundlaugarnar á Vestfjörðum. Þarna er allt til alls og mjög góð saunu aðstaða þar sem maður getur slakað á.
The swimming pool in Bolungarvík was first built by Ungmennafélag Bolungarvíkur in 1932 and was the first coal-fired swimming pool in the country. That swimming pool was closed in 1969 and therefore a clear lack of a new pool for both students and fishermen. During these years, students had to drive over to Ísafjörður to go to a school swimming pool, which was both expensive and dangerous. A new and better pool was taken into use in 1977 and it was designed by Jes Einar Þorsteinsson. The pool is now called the Temple of Water and Wellness. The name is appropriate and it is good to come there after a few visits to the rural swimming pools in the Westfjords. There is everything you would want in a swimming pool and a very good sauna facilities where you can relax.




G. REYKJAFJARÐARLAUG
Í Reykjafirðinum við Arnarfjörð eru tvær heitar laugar. Önnur er gömul steypt sundlaug en aðeins fyrir ofan hana er lítil náttúrulaug. Sagt er að hitinn í laugunum sé 40 gráður allt árið en við erum sannfærðar um að hitinn hafi verið yfir það. Útsýnið úr steyptu lauginni er gífurlega fallegt. Við laugina er búningsaðstaða en engar sturtur. Þetta er því mikil sveitastemnning enda kostar ekki neitt að fara ofan í.
In Reykjafjörður by Arnarfjörður there are two hot pools. Another is an old concrete pool but just above it is a small natural pool. The temperature in the pools is said to be 40 degrees all year round, but we are convinced that the temperature was more than that. The view from the concrete pool is incredibly beautiful. By the pool there are changing facilities but no showers. This is therefore a great rural atmosphere that is free of all cost.




H. POLLURINN

Pollurinn á tálknafirði er mjög fallegur staður til að stoppa á. Á staðnum eru tveir pottar til að sitja í en sá þriðji er aðeins dýpri. Búningsklefi og sturta er á staðnum og er því viðhaldið af hreppnum.
Pollurinn býður því uppá frjáls framlög og dósa söfnunin á svæðinu gefur til kynna að hægt er að njóta sín vel í pollinum á góðu sumarkvöldi.
The pollur in Tálknafjörður is a very beautiful place to stop. There are two hot tubs to sit in
and the third one is a little deeper. A changing room and shower are on site and maintained by the district. Pollurinn offers free donations and can collection in the area indicates that you can enjoy yourself to the full on a good summer evening.






I. Sundlaugin í Laugarnesi
Þessi laug er staðsett á fallegum stað í Laugarnesi við Birkimel. Hægt er að fara í litlu steyptu sundlaugina en einnig er lítil minni heitur pottur aðeins neðar við hana. Útsýnið yfir Breiðafjörðinn gerir heimsókn í þessa laug algjörlega þess virði. Þegar við komum á staðinn voru klefarnir lokaðir vegna covid svo við náðum ekki að kíkja á aðstöðuna þar. Einnig er hitastigið á lauginni breytilegt. Laugin er yfirleitt heitari en potturinn og getur hitastigið verið allt frá 30 til 37 gráður og er hitastigið veðurtengt þar sem vindkælingin er mikil. Hún var því full köld líkt og veðrið þennan daginn en engu að síður gífurlega fallegur staður til þess að kíkja á.
This pool is located in a beautiful place in Laugarnes by Birkimel. You can go to the small concrete pool, but there is also a smaller natural pool just below it. The view of Breiðafjörður makes a visit to this pool totally worthwhile. When we arrived at the place the changing rooms were closed due to covid restrictions so we could not check out the facilities. Also, the temperature in the pool
is very roaming. The pool is usually hotter than the hot tub and the temperature can be from 30 to 37 degrees celcius. This is very weather related as the wind cools the water. It was therefore a bit to cold like the weather this day, but nevertheless an extremely beautiful place to visit.




J. Flókalaug
Eftir mikla keyrslu um Vestfirðina var viðeigandi
að enda þessa ferð á Flókalaug í Flókalundi ekk langt frá sundlauginni í Laugarnesi. Sundlaugin er í sumarhúsabyggðinni og er því tilgangur hennar samverustaður fyrir fólk sem er í bústað þar sem ekki allir eru með heitan pott í garðinum. Þrátt fyrir það eru allir velkomnir. Andrúmsloftið var rólegt og í lauginni eru fallegir gluggar til þess að virða fyrir sér útsýnið.
After a long drive around the Westfjords, it was appropriate to end this trip at Flókalaug in Flókalundur not far from the swimming pool in Laugarnes. The swimming pool is in the cottage area and its purpose is therefore a place for people to meet. The atmosphere was calm and the pool has beautiful windows with great views.











VERKEFNIÐ ER STYRKT AF RANNÍS OG UNNIÐ
Í SAMSTARFI VIÐ HÖNNUNARSAFN ÍSLANDS