VESTURLAND | THE WEST COAST | 4 DAY TRIP


Við skelltum okkur í sumarbústað á Vesturlandi og kíktum á þær ófáu laugar sem eru í boði þar í kring og á leiðinni frá höfuðborginni. Í Borgarfirði er mikill jarðhiti og þar hafa verið byggðar laugar við skóla, félagsheimili og frístundabyggð. Í Borgarfirði var snemma farið að kenna sund og fyrstu steyptu laugarnar risu þar á þriðja áratug 20. aldar. Á svæðinu eru einnig nokkrar náttúrulaugar, auk hinnar fornu Snorralaugar í Reykholt, sem heitu pottar nútímans sækja form sitt til. Á þessum sundhring er aksturlengdin ekki mikil, svo upplagt er að leigja sér bústað eða setja tjaldið í skottið og njóta þess sem sundlaugar Vesturlands og nágrenni þeirra hefur uppá að bjóða.
We went to a summer house in the Western Region and looked at the many pools that are available around and on the way from the capital. Borgarfjörður has a lot of geothermal heat and pools have been built next to schools, social homes and leisure centers. In Borgarfjörður, swimming was taught early on and the first concrete pools were built there in the 1930s. There are also several natural pools in the area, as well as the ancient Snorralaugar in Reykholt, to which modern hot tubs take their form. During this tour, the driving distance is not much, so it is ideal to rent a home or put the tent in the trunk and enjoy what the swimming pools of Western Iceland and their surroundings have to offer.

A. GUÐLAUG

Guðlaug er staðsett við grjótagarðinn á Langasandi, rétt neðan við Jaðarsbakkalaug og íþróttasvæðið. Laugin var vígð í lok árs 2018 og hefur notið mikilla vinsælda meðal heimamanna jafnt sem ferðamanna. Guðlaug er skilgreind sem afþreyingar- og náttúrulaug og ef aðstæður eru góðar geta þau kjörkuðustu baðað sig í sjónum og yljað sér svo í heitri lauginni. Guðlaug er á þremur hæðum. Efstur er útsýnispallur, þar undir er heit laug og úr henni fossar vatn niður í grunna vaðlaug staðsetta við fjöruna, sem ólíkt er að upplifa eftir því hvort er flóð eða fjara. Útsýnið yfir Faxaflóann er einkar fallegt og heitt vatnið í lauginni, kaldur sjórinn í kring, grjótið og fjaran skapa einstaka stemmningu, svo óhætt er að mæla með heimsókn í Guðlaugu.
Guðlaug is located by the rock garden on Langasandur, just below Jaðarsbakkalaug and the sports area. The pool was opened at the end of 2018 and has enjoyed great popularity among locals as well as tourists. Guðlaug is defined as a recreational and natural pool and if the conditions are good, people can bathe in the sea and then warm up in the hot pool. Guðlaug is on three floors. At the top is a viewing platform, below which is a hot pool and from it water falls into a shallow wading pool located by the shore, which is different to experience depending on whether it is a flood or a beach. The view over Faxaflói is especially beautiful and the warm water in the pool, the cold sea around, the rocks and the beach create a unique atmosphere, so it is safe to recommend a visit to Guðlaugur.


B. SUNDLAUGIN BORGARNESI 

Sundlaugin í Borgarnesi er hluti af íþróttamiðstöð bæjarins og þar fer fram mikið íþróttastarf auk sundkennslu fyrir grunnskólann. Fyrsta sundlaug Borgarness var tekin í notkun árið 1955 en Ungmennafélagið Skallagrímur hóf byggingu laugarinnar árið 1952 og höfðu Borgnesingar þá áformað í nokkurn tíma að koma sér upp sundlaug, en það gerði þeim erfitt fyrir að jarðhiti var ekki í nálægð við kauptúnið. Síðan þá hefur góð aðstaða til íþrótta verið byggð upp í kringum sundlaugina og þegar ný sundlaug var byggð árið 1998 var byggt yfir gömlu laugina og hún gerð að innilaug. Í Borgarnesi er nú 25*12,5 metra útilaug, mismunandi rennibrautir, nokkrir heitir pottar, barnalaug og eim-bað. Íþróttasvæðið í Borgarnesi er staðsett við sjóinn og eftir sundsprettinn geta sundgestir horft út fjörðinn eða fram til fjalla. Sundlaugasvæðið sjálft er vel skipulagt og stutt er að ganga á milli potta, í rennibrautirnar eða inn í klefana og innilaugina, svo kuldinn ekki bíti mann á vetrarkvöldum. Athygli vakti að nokkuð mikið af skiltum voru sjáanleg á laugasvæðinu, sem ekki finnast í hvaða laug sem er „Bannað að raka sig í eimbaðinu.“ „Notið ekki tyggjó á sundlaugar-svæðinu.“ Upplýsandi og skemmtilegt í senn og vekur óneitanlega upp hugleiðingar um reglurnar í laugunum.
The swimming pool in Borgarnes is part of the town's sports center and there is a lot of sports activities as well as swimming lessons for the primary school. The first swimming pool in Borgarnes was taken into use in 1955, but Ungmennafélagið Skallagrímur began construction of the pool in 1952 and the people of Borgarnes had planned for some time to build a swimming pool, but it was difficult for them because geothermal energy was not close to the town. Since then, good sports facilities have been built around the pool and when a new pool was built in 1998, the old pool was rebuilt and turned into an indoor pool. Borgarnes now has a 25 * 12.5 meter outdoor pool, different slides, several hot tubs, a children's pool and a steam room. The sports area in Borgarnes is located by the sea and after the swim, swimmers can look out over the fjord or into the mountains. The pool area itself is well organized and it is a short walk between the hot tubs, the slides or into the changin rooms and the indoor pool, so that the cold does not bite you on winter evenings. It was interesting to note that quite a lot of signs were visible in the pool area, which are not found in any pool. "Do not shave in the steam room." "Do not use chewing gum in the pool area." Informative and fun at the same time and undeniably raises thoughts about the rules in the pools.C. SUNDLAUGIN VARMALANDI

Sundlaugin á Varmalandi stendur fyrir neðan grunnskóla sveitarinnar og sambyggt sundlaugarhúsinu er félagsheimilið Þinghamar. Laugin er 12,5*25 metrar og við hana er einn heitur pottur, áhorfendapallar og gott sólbaðssvæði. Laugarhúsið og klefarnir eru hlýlegir, með löngum, gluggum skreyttum gangi og málaðri sjónsteypu. Laugin hefur yfir sér heimilislegan blæ og eflaust margir sem lært að taka sundtökin í volgu vatninu á Varmalandi. Í næsta nágrenni er jarðhitinn nýttur til grænmetisræktar og setur það svip sinn á stemmninguna á staðnum. Á Varmalandi hafa hverahitaðar laugar verið í notkun samfellt í rúm 120 ár, nýttar bæði til sundkennslu og skemmtunar. Þar var hlaðin laug árið 1895 við hverinn Veggjalaug, steypt laug var gerð árið 1931 og loks var núverandi laug byggð árið 1958. Á fyrra hluta 20. aldar var mikill áhugi á sundíþróttinni meðal ungmennafélaga og sundkeppnir á milli félaga héraðsins voru haldnar í Hvítá og Norðurá. Þrátt fyrir að í kringum 1930 hafi steyptar laugar verið byggðar víðar í sveitinni, s.s. Hreppslaug í Skorradal og innilaug við Héraðsskólann í Reykholti voru sundkeppnir háðar í ánum lengi vel.

The swimming pool in Varmaland is located below the county's primary school and the pool house is connected to the Þinghamar community center. The pool is 12.5 * 25 meters and next to it is a hot tub, spectator stands and a good sunbathing area. The pool house and cabins are warm, with long, window decorated corridors and painted concrete. The pool has a welcoming feel and no doubt that many have learned to take a dip in the warm water in Varmaland. Next to the pool, the geothermal energy is used for growing vegetables, which sets the tone for the local atmosphere. In Varmaland, hot springs have been in use continuously for over 120 years, used for both swimming lessons and entertainment. A pool was built there in 1895 by the hot spring Veggjalaug, a concrete pool was made in 1931 and finally the current pool was built in 1958. In the first half of the 20th century there was great interest in swimming among youth clubs and swimming competitions between the district clubs were held in Hvítá and Norðurá . Despite the fact that around 1930, concrete pools were built in other parts of the countryside, for example Hreppslaug in Skorradalur and an indoor pool at Héraðsskólinn, swimming competitions were helt in the rivers for a long time in Reykholt.

D. HÚSAFELL

Sundlaugin á Húsafelli er frábær leikvöllur á vinsælum ferðamannastað og á sumrin er hún oftar en ekki full af sundgestum í sumarfríi. Laugasvæðið hefur byggst upp meðfram auknum straumi ferðamanna á staðinn, en á árum áður þegar leið fólks lá á milli suður- og norðurlands um Arnarvatnsheiði var Húsafell kjörinn áningarstaður ferðalanga. Ferðaþjónustu á staðnum má rekja aftur til þeirra daga, en fyrsti hluti sundlaugarinnar var byggður árið 1965 og síðan þá hafa verið gerðar miklar endurbætur á laugarsvæðinu. Í dag eru laugarnar tvær og birtast þær gestum sem leiksvæði fremur en íþróttavellir, dýpið í laugunum er ekki mikið og engar brautir eru málaðar í botninn líkt og einkennir flestar sundlaugar landsins. Tveir heitir pottar eru við laugina og þar var lengi lítil rennibraut og rennibrautarkar. Vorið 2022 hafa staðið yfir endurbætur við laugina og umhverfi hennar. Þær breytingar endurspegla að mörgu leyti þróun sundmenningarinnar, sem sýningin SUND rekur. Áherslan er nú ekki mest á að leika, heldur einnig að njóta. Laugasvæðið virkar fullkomlega saman og í hrauni skreyttum hringpottinum má flatmaga og njóta sólar á sumardegi eða norðurljósa á vetrarkvöldi, undir jöklum og inni í birkiskóginum. Húsafell er einstakur staður og heimsókn í laugina er ómissandi hluti af stemmningu staðarins.
The swimming pool at Húsafell is a great playground in a popular tourist destination and in the summer it is usually full of swimmers on summer vacation. The pool area got bigger along with an increased flow of tourists to the place, but in previous years when people's route lay between the south and north of the country via Arnarvatnsheiði, Húsafell was an ideal destination for tourists. Local tourism can be traced back to those days, but the first part of the pool was built in 1965 and since then major improvements have been made to the pool area. Today, there are two pools and they appear to visitors as playgrounds rather than sports fields, the depth in the pools is not great and no lanes are painted to the bottom, as is characteristic of most of the country's swimming pools. There are two hot tubs by the pool and for many years, until 2022, the pool also had a small water slide. Newest changes to the pool reflect the evolution af Iceland‘s pool culture, as the exhibition SUND portrays. The emphasis is now to enjoy the water, as well as to play in it. The whole pool area at Húsafell works perfectly together and in the lava-decorated hot tub you can enjoy the sun on a summer day or the northern lights on a winter evening, under glaciers and inside the birch forest. Húsafell is a unique place and a visit to the pool is an essential part of the atmosphere of the place.

E. HREPPSLAUG

Hreppslaug stendur skammt frá bænum Efri-Hrepp í Andakíl, Borgarfirði og dregur þaðan nafn sitt. Hreppslaug er á meðal elstu steinsteyptu sundlauga landsins og var hún reist árið 1928 af Ungmennafélaginu Íslendingi. Á fyrri hluta 20. aldar var mikil áhersla lögð á íþróttastarf, sundkennslu og sundiðkun meðal ungmennafélaga og Hreppslaug er til marks um metnað ungmennafélagsins til að styrkja félags- og íþróttastarfið, en hún er fyrsta steinsteypa sundlaug sem gerð var í Borgarfirði. Hreppslaug var friðlýst árið 2014 fyrir gildi sitt í menningarsögu héraðsins, sem samkomustaður og íþróttavettvangur, og einnig út frá sjónarhóli byggingarlistar sem óvenjulegt steinsteypumannvirki. Árið 2021 var hafist handa við að endurnýja umhverfi laugarinnar, steyptir voru nýir heitir pottar og nýtt baðhús reist á grunni þess gamla og stendur sú vinna yfir nú vorið 2022. Hreppslaug er hugguleg sveitasundlaug með mikla sögu sem gaman er að kíkja við á ferð um Borgarfjörðinn.
Hreppslaug is close to the town of Efri-Hrepp in Andakíl, Borgarfjörður and derives its name from there. Hreppslaug is one of the oldest concrete swimming pools in the country and was built in 1928 by the Icelandic Youth Association. In the first half of the 20th century, great emphasis was placed on sports activities, swimming lessons and swimming among youth clubs, and Hreppslaug is an indication of the youth club's ambition to strengthen social and sports activities, which is the first concrete swimming pool built in Borgarfjörður. Hreppslaug was protected in 2014 for its value in the cultural history of the district, as a meeting place and sports venue, and also from the point of view of architecture as an unusual concrete structure. In 2021, work began on renewing the surroundings of the pool, new hot tubs were made and a new bathhouse was built on the foundations of the old one, and this work is ongoing this spring 2022. Hreppslaug is a cozy country pool with a great history that is fun to visit on a trip around Borgarfjörður .F. KLÉBERGSLAUG


Klébergslaug er staðsett við Esjurætur á Kjalarnesi og hefur útsýni yfir hafið. Laugin var opnuð árið 1998 og við hana er einnig íþróttamiðstöð staðarins. Nokkuð vinsælt hefur verið að fara í sjósund á Kjalarnesi og er ágætis aðstaða til þess, og hægt að fara í laugina eða heita pottinn á eftir, ef farið er innan opnunartíma hennar. Við laugina er heitur pottur og lítil rennibraut.
Klébergslaug is located by the mountain Esja in Kjalarnes and has a view over the sea. The pool was opened in 1998 and next to it is also the local sports center. It has been quite popular to go swimming in Kjalarnes and there are good facilities for that, and you can go to the pool or the hot tub afterwards, if you go within its opening hours. There is a hot tub by the pool and a small slide.

 
VERKEFNIÐ ER STYRKT AF RANNÍS OG UNNIÐ
Í SAMSTARFI VIÐ HÖNNUNARSAFN ÍSLANDS